Norrænn gæðaviti fyrir raunfærnimat – kominn út

Norræni gæðavitinn er verkfærakista til að meta framkvæmd raunfærnimats, stefnumótandi gögn og ferla sem og hæfni þeirra sem koma að framkvæmd raunfærnimats.
Verkfærasettið er ætlað stefnumótendum og þeim sem koma að þróun og framkvæmd raunfærnimats (matsaðilar, ráðgjafar og verkefnastjórar). Út frá öllum verkfærunum má móta og prenta út áætlun til að vinna með.
Verkfærin í hnotskurn
Matstæki fyrir stefnur tengdar raunfærnimati og framkvæmd
Markmið: Mat (til styttri tíma), eftirlit (til lengri tíma) með raunfærnimatskerfinu ykkar og setning viðmiða/tengingar á milli raunfærnimatskerfa.
Fyrir hverja: Einstaklinga sem koma að þróun raunfærnimatskerfa og stefnumótunar (t.d. menntayfirvöld og stefnumótendur) eða þá sem vinna að viðmiðasetningu (á milli starfsgreina eða jafnvel á milli landa).
Matstæki fyrir framkvæmd raunfærnimat og gæði
Markmið: Gæðatrygging og þróun gæðaferla fyrir mismunandi stig eða áfanga í raunfærnimati
Fyrir hverja: Þá sem ber ábyrgð á gæðamálum; stjórnendur; verkefnastjórar í raunfærnimati
Sjálfsmatstæki fyrir matsaðila í raunfærnimati, ráðgjafa og verkefnastjóra
Notkun: Sjálfsmat byggt á ferlum sem matsaðilar, ráðgjafar og verkefnastjórar sinna í raunfærnimatsferlinu
Fyrir hverja: Matsaðila, ráðgjafa og verkefnastjóra sem vinna við raunfærnimat
Verkfærin eru til á ensku. Þau verða þýdd á önnur tungumál í nálægðri framtíð!