European Commission logo
Búa til notendanafn
News
Fréttir

Norrænn gæðaviti fyrir raunfærnimat – kominn út

Nordic Quality Compass.

 

Norræni gæðavitinn er verkfærakista til að meta framkvæmd raunfærnimats, stefnumótandi gögn og ferla sem og hæfni þeirra sem koma að framkvæmd raunfærnimats.

Verkfærasettið er ætlað stefnumótendum og þeim sem koma að þróun og framkvæmd raunfærnimats (matsaðilar, ráðgjafar og verkefnastjórar). Út frá öllum verkfærunum má móta og prenta út áætlun til að vinna með.

Verkfærin í hnotskurn

Matstæki fyrir stefnur tengdar raunfærnimati og framkvæmd

Markmið: Mat (til styttri tíma), eftirlit (til lengri tíma) með raunfærnimatskerfinu ykkar og setning viðmiða/tengingar á milli raunfærnimatskerfa.

Fyrir hverja: Einstaklinga sem koma að þróun raunfærnimatskerfa og stefnumótunar (t.d. menntayfirvöld og stefnumótendur) eða þá sem vinna að viðmiðasetningu (á milli starfsgreina eða jafnvel á milli landa). 

Matstæki fyrir framkvæmd raunfærnimat og gæði

Markmið: Gæðatrygging og þróun gæðaferla fyrir mismunandi stig eða áfanga í raunfærnimati

Fyrir hverja: Þá sem ber ábyrgð á gæðamálum; stjórnendur; verkefnastjórar í raunfærnimati 

Sjálfsmatstæki fyrir matsaðila í raunfærnimati, ráðgjafa og verkefnastjóra

Notkun: Sjálfsmat byggt á ferlum sem matsaðilar, ráðgjafar og verkefnastjórar sinna í raunfærnimatsferlinu

Fyrir hverja: Matsaðila, ráðgjafa og verkefnastjóra sem vinna við raunfærnimat

Verkfærin eru til á ensku. Þau verða þýdd á önnur tungumál í nálægðri framtíð!

Login (1)

Login or Sign up to join the conversation.

Viltu nota annað tungumál?

Skjalið er einnig til á öðrum tungumálum. Veldu eitt þeirra hér fyrir neðan.
Switch Language

Langar þig að skrifa grein?

Ekki hika við það!

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og byrjaðu að skrifa!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira