News
Fréttir

Í Erasmus + 2021-2027 verður boðið upp á náms- og þjálfunarferðir og lítil samstarfsverkefni í fullorðinsfræðslu

_logo_viereck_0

Tímabili evrópsku áætlananna Erasmus + og European Solidarity Corps lauk þann 31. desember 2020. Það þýðir að árin 2021-2027 hefjast nýjar áætlanir sem njóta styrkja frá Evrópusambandinu og verða þar kynntar ýmsar nýjungar og viðbætur.

   Enn er beðið eftir endanlegum ákvörðunum. Eftir nokkrar vikur verða auglýstir umsóknarfrestir, nákvæm þátttökuskilyrði og mögulegar styrkupphæðir og þá verður gefinn út nýr leiðbeiningarbæklingur um áætlunina. Hér geta EPALE lesendur litið á fyrsta yfirlitið þar sem fram koma mögulegar breytingar.

   Í nýju Evrópuáætlunum verður áherslan lögð á fjögur forgangsatriði, sem eiga við öll menntastigin sem og ungmennahlutann:

  • Jöfn tækifæri og fjölbreytileika : áætlunin á að gæta betur að jöfnum tækifærum og fjölbreytileika.
  • Þátttöku: að bæta virka þátttöku í áætluninni og samfélaginu.
  • Sjálfbærni: að gera áætlunina sjálfbæra og ýta undir sjálfbærar aðgerðir.
  • Stafræna þróun: að efla notkun stafrænna verkfæra og þróun stafrænnar færni.   

Verkefnamöguleikar fyrir fullorðinsfræðslu

Verkefnaflokkur1: Erasmus + aðild eða stutt verkefni í fullorðinsfræðslu

    Frá árinu 2021, býður nýja Erasmus + áætlunin stofnunum og samtökum upp á möguleika á því sem kallað er Erasmus aðild, sem er hugsuð sem fjárfesting í „Erasmus framtíð” þeirra. Ávinningurinn er augljós því aðildin einfaldar ótakmarkaða þátttöku í áætluninni á öllu tímabilinu. Hún styður við þróun stofnanna og samtaka sem taka þátt og gefur þeim aukin sveigjanleika. Með henni er hægt að gera langtímaáætlun um nám og þjálfun sem og alþjóðavæðingu.

Styttri verkefni eru hins vegar takmörkuð í tíma og eru spennandi fyrir þá sem eru að byrja sem og smærri stofnanir eða samtök. Styttri náms- og þjálfunarverkefni fyrir nemendur og starfsfólk bjóða umsóknarstofnuninni möguleika á því að skipuleggja 6-12 mánaða náms- og þjálfunarferðir fyrir 30 þátttakendur að hámarki. Dregið verður úr fjölda umsókna fyrir styttri verkefni þannig að ekki er víst að hægt verði hægt að sækja um þau árlega.

   Nýja Erasmus + 2021-2027 áætlun Evrópusambandsins verður einnig opin nemendum í fullorðinsfræðslu. Að frumkvæði Evrópuþingsins verður áætlunin útvíkkuð þannig að hún nái einnig til fólks sem hefur færri tækifæri og gefi þeim möguleika á að efla lífsleikni sína svo það nái betur að taka á breytingum. Þetta á sérstaklega við um breytingar á sviði umhverfismála og stafrænnar þróunar sem og vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Styrkmöguleikarnir eru hugsaðir fyrir nemendur sem taka þátt í faglegum eða einstaklingsbundnum þróunarnámskeiðum hjá fyrirhugaðri sendistofnun.

   

Nemendur í fullorðinsfræðslu geta tekið þátt í áætluninni strax á þessu ári eftir að sendistofununin hefur fengið samþykkta aðild. Þátttaka er möguleg jafnvel þó að sendistofnunin hafi ekki áður gert ráð fyrir að senda nemendur:

- án aðlögunar Erasmus áætlunarinnar svo framarlega sem markmið stofunarinnar taki nú þegar mið af stuðningi við fullorðna nemendur:, eða

- með óskrifræðislegri uppfærslu Erasmus áætlunarinnar.

   Verkefnaflokkur 2: Þýðingarmikil samstarfsnet

   Um er að ræða fjölþjóðleg samstarfsverkefni þar sem stofnanir frá ýmsum löndum vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Áherslan er alltaf á gagnkvæma miðlun hugmynda, aðferða og reynslu sem og þróun á nýstárlegum lausnum. Tvær tegundir samstarfsverkefna eru í boði og eru þær mismunandi að stærð og umfangi. Kallast þær annars vegar smærri samstarfsnet og hins vegar samstarfsverkefni

   Smærri samstarfsnetum er ætlað að einfalda aðgengi að áætluninni fyrir hagsmunaaðila og einstaklinga sem erfitt er að nálgast í gegnum menntunar-, þjálfunar-, ungmenna- og íþróttageirana. Þessi aðgerð miðar að því að ná til grasrótarhreyfinga og nýliða í áætluninni og eru upphæðir styrkjanna lægri, dvalarlengdin styttri og umsýslan öll einfaldari. Með því er þátttakan gerð einfaldari fyrir stofnanir sem hafa minni möguleika á að sinna umsýslunni. Þessi aðgerð býður einnig sveigjanlegri form þar sem hægt er að blanda saman fjölþjóðlegum og innlendum verkefnum þó krafa sé gerð um að verkefnin feli í sér evrópska vídd. Þessi aðgerð á að hjálpa stofnununum að ná til fólks sem hefur færri tækifæri.

   Aðalmarkmið samstarfsverkefnanna er að gera samtökum og stofnunum kleift að auka gæði og vægi starfsemi sinnar, þróa og styrkja samstarfsnet sín, bæta möguleika sína á að vinna saman á fjölþjóðlegum vettvangi, stuðla að alþjóðavæðingu starfsemi sinnar (þar með talið alþjóðavæðingu heima fyrir), deila hugmyndum  og á sama tíma þróa nýjar venjur og aðferðir sem verða til í gegnum samvinnuna. Hægt ætti að vera að endurnýta og yfirfæra niðurstöðurnar og ef hægt er ættu þær að hafa sterka þverfaglega vídd. Gert er ráð fyrir því að verkefnin sem verða valin deili niðurstöðum sínum á heimasvæði, héraðs- og landsvísu.   

Hægt verður að nálgast allar upplýsingar á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þegar að því kemur.

Samtök, stofnanir og hagsmunaaðilar í fullorðinsfræðslu geta haft samband við landsskrifstofu Erasmus + í heimalandi sínu, hér eru upplýsingar um þær í stafrófsröð landanna.

 

Login (8)

Login or Sign up to join the conversation.

Viltu nota annað tungumál?

Skjalið er einnig til á öðrum tungumálum. Veldu eitt þeirra hér fyrir neðan.
Switch Language

Langar þig að skrifa grein?

Ekki hika við það!

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og byrjaðu að skrifa!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira