European Commission logo
Búa til notendanafn
Hægt er að velja fleiri leitarorð með því að nota kommu á milli orða

EPALE - Electronic Platform for Adult Learning in Europe

Fréttir

Full­orðins­fræðsla sem á­hrifa­afl í ís­lensku sam­fé­lagi

Profile picture for user Margret Sverrisdottir.
Margrét Sverrisdóttir

Á Ís­landi er í dag starfandi öflug full­orðins­fræðsla sem hefur það hlut­verk að upp­fylla þörf full­orðinna fyrir sí- og endur­menntun. Með full­orðins­fræðslu er átt við ó­form­legt nám, það er nám sem á sér stað utan hins hefð­bundna skóla­kerfis, fyrir ein­stak­linga sem orðnir eru 18 ára og eldri. Í f lestum til­fellum er slíkt nám ekki metið til eininga heldur er fyrst og fremst fræðsla til að auka hæfni, þekkingu eða leikni full­orðinna ein­stak­linga og bæta þannig við fyrri þekkingu eða reynslu, gera ein­stak­lingum kleift að átta sig betur á eigin hæfni eða fylla upp í göt hæfni og þekkingu sem myndast hafa með tímanum vegna þróunar starfs­um­hverfis eða sam­fé­lagsins. Full­orðins­fræðslan felur í sér fram­halds­fræðslu­kerfið sem er 5. stoðin í ís­lenska mennta­kerfinu við hlið leik-, grunn-, fram­halds-, og há­skóla og er sinnt af sí­menntunar­mið­stöðvum um allt land. Auk þess má nefna sí­menntun há­skólanna, tungu­mála­skóla, náms­flokka, sjálf­stætt starfandi fræðslu­aðila og fleiri.

Eins og gefur að skilja er hér um að ræða mjög fjöl­breytta starf­semi. Öll þessi starf­semi miðar að því að ef la full­orðna ein­stak­linga í því sem þeir vilja taka sér fyrir hendur, hvort heldur sem er í tengslum við sjálfs­styrkingu, starfs­hæfni, breytingu á starfs­vett­vangi, stað­festingu á eigin hæfni eða tóm­stundir. Full­orðins­fræðslu­aðilar sinna ein­stak­lingum, stofnunum og fyrir­tækjum og snerta með einum eða öðrum hætti öll svið ís­lensks mann- og at­vinnu­lífs , allt frá menntunar­úr­ræðum fyrir at­vinnu­leit­endur og upp í þjálfun og leið­sögn fyrir stjórn­endur og leið­toga, allt frá stuttum fyrir­lestrum og upp í að raun­færni­meta hæfni og þekkingu ein­stak­linga á móti störfum eða náms­skrám fram­halds­skólanna. Því skiptir miklu máli að hér á landi sé fyrir hendi metnaðar­full og öflug full­orðins­fræðsla.

Gildi öflugrar full­orðins­fræðslu sýnir sig helst þegar skóinn kreppir í sam­fé­lögum, líkt og gerist nú. Hið ó­form­lega form full­orðins­fræðslunnar gerir henni kleift að bregðast við þeim þörfum sem upp koma með skjótum og skil­virkum hætti. Þetta sýndi sig síðast með skýrum hætti í kjöl­far banka­hrunsins haustið 2008. Þá jókst at­vinnu­leysi mikið á tíma­bili og þörf var á að fólk endur­menntaði sig eða byggði sig upp per­sónu­lega í kjöl­far þess á­falls sem hrunið var.

Í dag stöndum við aftur frammi fyrir gríðar­legum á­skorunum. Heims­far­aldurinn sem nú ríður yfir heims­byggðina hefur nú þegar haft mikil efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg á­hrif. Til við­bótar því að ógna heilsu­fari virðist hann einnig dýpka þær á­skoranir sem heims­byggðin stóð frammi fyrir, áður en þessi ó­sköp dundu yfir. Ó­jöfnuður virðist fara vaxandi, ekki að­eins meðal fólks heldur einnig á milli svæða og landa, sí­fellt fleiri virðast efast um frjáls­lynt lýð­ræði með því að kjósa f lokka sem ala á út­lendinga­hatri og and­úð á sam­vinnu og sam­starfi á heims­vísu. Lýð­fræði­leg sam­setning sam­fé­lagsins er að breytast – fólk verður eldra en áður og vill þess vegna vera virkt og heil­brigt lengur. Vaxandi notkun staf­rænna lausna krefst nýrrar leikni og færni fólks á vinnu­markaði, hins al­menna borgara og neyt­enda. Miklir fólks­flutningar hafa orðið í Evrópu. Þetta hefur annars vegar leitt til mikils stuðnings frá borgurum Evrópu­landa en hins vegar einnig til and­stöðu og jafn­vel haturs­fullra við­bragða gagn­rýn­enda. Lofts­lags­breytingar og önnur um­hverfis­leg vanda­mál munu á­fram ógna fram­tíð okkar og krefjast sjálf bærari hag­kerfa, lífs­stíls og sam­fé­laga.

Með full­orðins­fræðslu má hafa já­kvæð á­hrif á mörg þessara mála. Hér á Ís­landi eru þessar á­skoranir misað­kallandi, en engu að síður er mikil­vægt fyrir okkur sem sam­fé­lag að horfast í augu við þær og bregðast við þeim tíman­lega og fag­mann­lega. Leikn, sam­tök full­orðins­fræðslu­aðila á Ís­landi, vill fram­sækið og sjálf bært Ís­land með auknu jafn­rétti þar sem í­búar taka virkan, lýð­ræðis­legan þátt, þar sem fólk hefur leikni og færni til að lifa og starfa á heil­brigðan og virkan hátt og taka þátt í menningar­legu og fé­lags­legu starfi allt frá unga aldri til hárrar elli.

Á þessum erfiðu tímum er það huggun að vita af jafn sterku, ó­form­legu mennta­kerfi sem full­orðins­fræðslan er hér á landi. Leikn eru sam­tök full­orðins­fræðslu­aðila á Ís­landi. Til­gangur sam­takanna er að efla fræðslu full­orðinna á Ís­landi og stuðla að virkri um­ræðu um sí- og endur­menntun, auka upp­lýsinga­miðlun, sam­skipti og sam­starf milli full­orðins­fræðslu­aðila og stjórn­valda annars vegar og ef la er­lend sam­skipti á sviði full­orðins­fræðslu hins vegar. Það eru því væntingar okkar hjá Leikn að stjórn­völd muni eftir þessu frá­bæra starfi sem full­orðins­fræðslu­aðilar á Ís­landi eru nú þegar að sinna og noti krafta þess í því stóra verk­efni sem fram undan er.

 

Helgi Þ. Svavarsson, formaður Leiknar, samtaka aðila í fullorðinsfræðslu.

Login (0)

Login or Sign up to join the conversation.

Langar þig að skrifa grein?

Ekki hika við það!

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og byrjaðu að skrifa!

Nýjustu umræður

Profile picture for user EPALE Moderator.
EPALE Editor

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira