European Commission logo
Búa til notendanafn
Hægt er að velja fleiri leitarorð með því að nota kommu á milli orða

EPALE - Electronic Platform for Adult Learning in Europe

Fréttir

Þróun gæða í ráðgjöf fullorðinna - vefstofa 25. janúar

Profile picture for user Margret Sverrisdottir.
Margrét Sverrisdóttir

Norræna tengslanetið um ráðgjöf býður til vefstofu um þemað gæðaþróun í starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna. Hvernig getum við þróað gæði í starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna?  

Í vefstofunni færð þú að heyra um þróun gæðamála og fá innblástur í gegnum dæmi frá Færeyjum og Noregi.

 

Í Noregi hefur verið þróaður gæðarammi og í vefstofunni verður farið yfir reynsluna og ávinninginn af notkun hans þar í landi.

Í Færeyjum hefur verið komið á fót vettvangi til að þróa gæði í starfsferilsráðgjöf í formi samstarfsnets þverfaglegra ráðgjafa úr ólíkum geirum.

 

Áherslur

Hver er staða gæðaþróunar í löndunum?

    • Reynsla
    • Lærdómur hingað til og helstu niðurstöður
    • Leiðin fram á við
    • Þekkingarmiðlun

Tímasetning

25. janúar kl. 13:30 – 14:30, skráningarfrestur er til 23. janúar – skráning hér     

                                                                                             

Markhópur

  • Fólk sem vinnur að gæðamálum á kerfisstigi (leiðtogar/stjórnendur) og þau sem vinna við starfsferilsráðgjöf og ráðgjöf sem tengist störfum og námi.
  • Öll sem eru forvitin um gæðaþróun á sviði ráðgjafar

Markmið vefstofu

  • Að skiptast á þekkingu til innblásturs

Fyrirlesarar

  • Ingjerd Espolin Gaarder, forstöðumaður deildar um gæði í ævilangri ráðgjöf hjá HK-dir (Norwegian Directorate for higher Education and Skills)
  • Maiken Skarðenni, ráðgjafi hjá miðstöð starfsferilsráðgjafar og nemaráðgjafar í Færeyjum
  • Terji Beder, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í Færeyjum

Tungumál

Enska - Hér er hlekkur með upplýsingum á ensku: https://nvl.org/content/Webinar-Quality-developments-in-guidance-for-adults

 

Umsjón: Fjóla María Lárusdóttir, NVL tengiliður á Íslandi

 

Login (0)
Etiquetas

Comentario

Users have already commented on this article

Login or Sign up to join the conversation.

Langar þig að skrifa grein?

Ekki hika við það!

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og byrjaðu að skrifa!

Nýjustu umræður

Profile picture for user EPALE Moderator.
EPALE Editor

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira