Leiðin að Gullinu -Menntadagur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum



Landslið Íslands í hestaíþróttum heldur hátíðlegan menntadag þar sem landsliðsknapar halda sýnikennslu með áherslu á mismunandi þemu. Dagskráin verður einkar fróðleg og skemmtileg, þar sem allir áhugasamir knapar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, óháð eigin getu og stöðu. Landsliðsknaparnir okkar munu veita innsýn inn í undirbúning sinn og þjálfun í aðdraganda HM sem haldið verður næsta sumar.
=> Fyrri hluti 10:30-12:10
1. Þjálfun í upphafi vetrar
Kennarar: Benjamín Sandur og Guðmundur Björgvinsson
Benjamín og Gummi ætla að fjalla um upphaf vetrarþjálfunar. Hvaða atriði ber að hafa í huga í upphafi vetrar, aðlögun þjálfunar, styrkur, þol og mýkt.
2. Tölt - T2
Kennarar: Ásmundur Ernir Snorrason og Viðar Ingólfsson
Viðar og Ási eru margreyndir knapar í keppni í slaktaumatölti, og ætla að leiða áhorfendur í allan sannleikann þegar kemur að undirbúningi undir T2. Hvernig er hestinum kennt að ganga tölt á slökum taum? Hverjar eru forsendurnar?
3. Þjálfun kappreiða skeiðhesta, 100, 150 og 250 m skeið
Kennarar: Konráð Valur Sveinsson og Sigursteinn Sumarliðason
Konráð og Sigursteinn eru meðal alfljótustu skeiðknapa heimsins í dag. Þeir ætla að fræða um uppbyggingu og þjálfun kappreiðaskeiðhesta og áherslur í mismundandi vegalengdum kappreiðanna. Start úr rásbásum eða fljótandi start og ýmislegt spennandi.
4. Tölt T1
Kennarar: Jakob Svavar Sigurðsson og Helga Una Björnsdóttir
Jakob og Helga Una ætla að fjalla um uppbyggingu og þjálfun keppnishesta í tölti T1. Hvað þarf til? Hvernig ríðum við hraðabreytingar? Þau koma sannarlega ekki að tómum kofunum þegar kemur að þjálfun ofurtöltara.
=> 12:10-13:30 Matarhlé
Veislumatur í veislusal reiðhallarinnar 2. hæð.
=> Seinni hluti - 13:30-15:30
5. Gæðingaskeið
Kennarar: Elvar Þormarsson og Hans Þór Hilmarsson
Hans og Elvar eru miklir skeiðgarpar og ætla að fjalla um gæðingaskeið. Þeir munu ræða um tæknilega útfærslu á þvi að leggja á skeið. Aðdragandi, niðurtaka, skeiðkafli og niðurhæging.
6. Fjórgangur
Kennarar: Jóhanna Margrét Snorradóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir
Ragga og Hanna Magga hafa átt gríðarlega góðu gegni að fagna í fjórgangi og þeirra sýnikennsla miðar að því að fræða um áherslur í þjálfun fjórgangshesta.
7. Fimmgangur
Kennarar: Eyrún Ýr Pálsdóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir
Eyrún og Sara eru fyrrverandi og núverandi Íslandsmeistarar í fimmgangi og þær ætla að kafa inn í þjálfun og uppbyggingu fimmgangshestsins og hvað ber að hafa í huga við þjálfun hans.
8. Hvers vegna æfingar?
Kennarar: Árni Björn Pálsson og Teitur Árnason
Árni Björn og Teitur loka deginum með sýnikennslu um æfingar við þjálfun, tilgang þeirra og notkun við þjálfun reið- og keppnishesta.
Miðasala á www.lhhestar.is og í verslun Líflands á Lynghálsi.