Hildur Vignir, samfélagssaga frá Íslandi
Ég er framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs á Íslandi. IÐAN er einkarekin fræðslustofnun sem rekin er án hagnaðar með stuðningi Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga úr iðngreinum um allt land. Ég hef starfað sem framkvæmdastjóri frá stofnun IÐUNNAR árið 2006, en hef starfað í fullorðinsfræðslugeiranum síðan1995. Ég á sæti í sérfræðingahópi EPALE á Íslandi.
Lykillinn er góð samvinna
IÐAN er einkarekin fræðslustofnun, sem rekin er án hagnaðar með stuðningi Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga úr iðngreinum um allt land. IÐAN býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir meðlimi sína, allt frá námskeiðum að ráðgjöf og mati á fyrra námi. Einnig veitum við Mennta- og menningarmálaráðuneytinu ýmiskonar þjónustu og tökum þátt í að byggja upp innlent og alþjóðlegt samstarf til að styrkja nýsköpun og takast á við nýjar áskoranir til eflingar iðngreinum okkar.
Í febrúar og mars þegar ljóst varð að COVID-19 myndi valda miklum breytingum á heimsvísu ákváðum við hjá IÐUNNI að bregðast skjótt við. Á aðeins örfáum vikum gjörbyltum við kennsluaðferðum okkar. Áður vorum við með kennsluna í fræðslusetrinu okkar, en vorum að þróa gerbreyttrar fjarkennsluleiðir. Núna, örfáum mánuðum síðar, streymum við fyrirlestrum, höldum vefmálstofur, framleiðum hlaðvörp og bjóðum námskeið og kennsluefni á heimasíðu okkar þar viðskiptavinir okkar fá bæði stuðning og hvatningu. Á meðan ástandið á Íslandi jaðraði við útgöngubann unnum við að heiman og hófum daginn á fundi á Microsoft Teams til að stilla saman strengi. Í lok dags höfðum við annan fund til að ræða um framgang verkefnanna. Þessir fundir nýttust vel til að skipuleggja og innleiða nýjar aðferðir.
Við áttuðum okkur fljótlega á því að viðskiptavinir okkar þurftu á andlegri uppörvun og stuðningi að halda á þessum erfiðu tímum.
Við komum með þá hugmynd að hafa fastar sameiginlegar pásur á netinu á föstudögum. Það reyndist mjög vinsælt og kunni fólk að meta tækifæri til að gleyma um stund faraldrinum og stressinu sem fylgir því að sinna samtímis námi, fjarvinnu og fjölskyldulífi. Í föstudagspásunni var m.a. uppistand, söngur og heimspekilegar samræður. Við höldum áfram á sama hátt og vinnum að endurskipulagningu náms bæði fyrir nemendur okkar og kennara með innleiðingu nýrra og frumlegra kennsluaðferða. Hér er hægt að sjá meira: https://www.youtube.com/playlist?list=PL8q_0ifh6RJUPH48LvS7wxkPfj1WjkQeD(link is external)
Verið er að endurskipuleggja menntun fyrir bæði nemendur og kennara með innleiðingu nýrra og frumlegra kennsluaðferða.
Við trúum því að við séum vel undirbúin fyrir næsta skólaár og að hópurinn sé almennt betur í stakk búinn til að takast á við útgöngubann og hættuástand. Við gerum okkur samt sem áður vel grein fyrir því að við þurfum að sinna nemendum okkar og viðskiptavinum með staðarnámi og að fjarnám er ekki alltaf besta lausnin.