European Commission logo
Búa til notendanafn
Blog
Blog

Anna Soffía Óskarsdóttir, samfélagssaga frá Íslandi

How did Anna Soffía's organisation reacted to the COVID-19 pandemic? Since Fjölmennts provides a wide range of courses for teaching disabled people, most of their learners have severe to profound learning disabilities. So, distance education has therefore been a great challenge. Let's find out their experience!

Anna Soffía Óskarsdóttir.

Ég er 67 ára gömul, verkefnisstjóri, ráðgjafi og kennari. Ég hef unnið við fullorðinsfræðslu og kennt fötluðu fólki í 25 ár. Ég hef aðallega sinnt mikið fötluðum og alvarlega fjölfötluðum einstaklingum sem geta lítið eða ekkert tjáð sig í máli. Ég hef starfað hjá Fjölmennt símenntunar- og þekkingarmiðstöð fyrir fatlaða í 18 ár. Ég frétti af EPALE fyrir 6 árum. Ég nota vettvanginn til að leita að samstarfsaðilum í fullorðinsfræðslu fyrir fatlaða.

Kennarar í símenntunar- og þekkingarmiðstöðinni Fjölmennt fyrir fatlaða á tímum samkomutakmarkanna COVID-19

Fjölmennt býður uppá fjölbreytt námskeið fyrir fatlaða nemendur. Flestir nemendur hjá Fjölmennt búa við mikið eða alvarlega skerta námsgetu. Þess vegna hefur fjarkennsla reynst þeim mikil áskorun.

Þegar setrið neyddist til að loka í nokkra mánuði vegna samkomutakmarkanna leituðu kennararnir 14 til heimaþjónustunnar og ræddu við þau um fjarkennslumöguleika fyrir nemendur hjá Fjölmennt. Margir kennaranna hafa verið önnum kafnir við að gefa út kennsluefni fyrir netið árum saman eða senda nemendum kennsluefni í tölvupósti. Sumir kennarar nota jafnvel Facebook hópa á námskeiðum sínum. Aðrir höfðu litla eða enga reynslu af því að undirbúa kennsluefni á þennan hátt. Allir kennararnir prófuðu nýjar vinnuaðferðir. Sumir tóku lítil skref en aðrir voru ævintýragjarnari. Kennararnir útbjuggu nýtt námsefni og sendu til nemenda sinna einu sinni í viku. Mest af námsefninu var líka sett inn á heimasíðu Fjölmenntar undir mismunandi flokkum. Sumt af þessu efni er í formi myndbanda, annað efni er tilbúið til útprentunar og enn annað er ætlað aðstoðarmönnunum til að bæta þekkingu þeirra eða færni til að aðstoða skjólstæðinga sína í þessu nýja verkefni. Allt kennsluefni á heimasíðu Fjölmenntar er aðgengilegt og opið öllum fötluðum nemendum og aðstoðarmönnum þeirra hvar sem er á landinu.

Sumir nemendur fengu beina kennslu með myndsamtölum í gegnum Messenger, Facetime og Zoom. Kennslan var aðallega í formi einstaklingskennslu sem fór fram í rauntíma. Fjöldi tónlistarnámskeiða héldu áfram á netinu sem og námskeið á tölvur og spjaldtölvur. Sum námskeið í samskiptum fyrir alvarlega fjölfatlað fólk tóku stórum breytingum þegar myndbandstæknin var nýtt til samtala. Þarna opnuðust nýir möguleikar fyrir fjölskyldur til að eiga samskipti þrátt fyrir sóttkví og heimsfaraldur. Sum þessara námskeiða þar sem áherslan er frekar á skilning og reynslu, héldu áfram í formi hugmyndavinnu um hvernig hægt væri að eiga gæðastundir heima hjá sér. Aðeins helmingur heimaþjónustunnar notaði heimakennsluefni og myndbandaæfingar vegna þess hversu mikið álag höft faraldursins settu á þjónustuna. Hinn helmingurinn notaði efnið mismunandi mikið, sumir lítið en aðrir settu upp sérstaka tíma hjá Fjölmennt til að aðstoða með heimaefni eða hjálpa skjólstæðingum að taka þátt í myndbandskennslustundum á netinu með kennara sínum. Hluti efnisins var einnig notaður sem einskonar skemmti- eða afþreyingarefni. Má þar nefna Zumba og boltaleiki, eða möguleika íbúanna á að búa til sínar eigin matreiðslubækur, en fjölda uppskrifta má finna á netinu.

Bæði nemendur Fjölmenntar og talsmenn þeirra kunnu vel að meta vinnu Fjölmenntar. Sumir nemendanna myndu þó hafa kosið að fá fleiri símtöl eða myndbandssamtöl jafnvel þó þau tengdust kennslunni ekki beint, heldur frekar til að hvetja þá til að nota kennsluefnið.

Kennarar gættu þess vel að setja ekki þrýsting á heimaþjónustuna því þeir vissu að margir áttu í erfiðleikum.

Í sumum tilfellum voru kennarar of hæverskir því í ljós kom að flestir skjólstæðingarnir voru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu frá Fjölmennt. Það sannaði að okkur hafði tekist að bjóða nægan stuðning án þess að ganga á  takmörkuð úrræði heimaþjónustunnar. Ávinningur þessarar vinnu er sá að Fjölmennt hefur útbúið 5 ný námskeið á netinu, sem verða í boði á haustönn. Ennfremur hefur þessi reynsla hvatt kennarana til að hafa aukið námsefni í boði á netinu.

Nú mun aðeins tíminn leiða í ljós hvort fjarkennsla verður hluti af námsframboði Fjölmenntar fyrir fatlaða nemendur.

Login (5)

Login or Sign up to join the conversation.

Viltu nota annað tungumál?

Skjalið er einnig til á öðrum tungumálum. Veldu eitt þeirra hér fyrir neðan.
Switch Language

Want to write a blog post ?

Don't hesitate to do so! Click the link below and start posting a new article!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira