European Commission logo
Innskráning Búa til notendanafn
Hægt er að velja fleiri leitarorð með því að nota kommu á milli orða

EPALE - Electronic Platform for Adult Learning in Europe

Fréttir

Leit að samstarfsaðilum í Erasmus+ Tveir viðburðir í janúar 2025

Profile picture for user Margret Sverrisdottir.
Margrét Sverrisdóttir

CMEPIUS, slóvenska landsskrifstofa Erasmus+, stendur fyrir tveimur spennandi Erasmus+ viðburðum til að finna samstarfsaðila í janúar 2025. Hvor viðburður er sniðinn að ákveðnum geira – einn fyrir bókasöfn og annar fyrir söfn – sem gefur stofnunum á þessum sviðum einstakt tækifæri til að tengjast hugsanlegum samstarfsaðilum um alla Evrópu.

Erasmus+ Leit að samstarfsaðilum fyrir bókasöfn 

Dagsetning: 10. janúar 2025

Þessi viðburður er ætlaður bókasöfnum sem hafa áhuga á Erasmus-verkefnum í flokknum Nám og þjálfun (mobility). Þátttakendur munu hittast í vefstofum til að kynna stofnanir sínar og kanna samstarfstækifæri. Viðburðurinn fer fram á ensku. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farið á viðburðarsíðuna fyrir bókasöfn hér: libraries.

Erasmus+ Leit að samstarfsaðilum fyrir söfn 

Dagsetning: 17. janúar 2025

Söfn fá tækifæri til að tengjast mögulegum samstarfsaðilum á þessum viðburði sem er eingöngu tileinkaður Erasmus-verkefnum í flokknum Nám og þjálfun (mobility) innan safnageirans. Þátttakendur munu hittast í vefstofum til að ræða hugmyndir um verkefni og tækifæri til samstarfs. Þessi viðburður  fer einnig fram á ensku. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farðið á viðburðarsíðuna fyrir söfn hér: museums.

Báðir viðburðirnir bjóða upp á frábært tækifæri til að byggja upp nýtt samstarf um verkefni, t.d. varðandi starfsspeglun og námsferðir fullorðinna nemenda

Til að skrá sig, þarf að hafa samband við landskrifstofu í eigin landi, sjá hér:  National Agency fyrir 20.desember 2024. 

Landskrifstofur velja svo þáttakendur, National Agencies  (hámark 5 fá hverju landi).

Ekki missa af þessu tækifæri til að efla tengslanet þitt og finna samstarfsaðila fyrir spennandi evrópsk verkefni á árinu 2025! 

Login (4)
Efnisorð

Login or Sign up to join the conversation.