European Commission logo
Búa til notendanafn
News
Fréttir

Umsóknarfrestur um Erasmus aðild 19. október 2022

Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum (KA1 mobility) og er leið til að einfalda alþjóðastarf skóla og annarra þátttakenda.

Með Erasmus aðild er staðfest að skólinn/stofnunin/fyrirtækið sem sækir um hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir (mobility activities) sem hluta af stefnumörkun til framtíðar.

Menntastofnanir sem hafa áhuga á fjölþjóðlegu samstarfi, geta sótt um Erasmus aðild fyrir sinn skóla/stofnun/fyrirtæki eða sótt um Erasmus aðild til þess að leiða samstarfsnet (consortium). Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Erasmus+ verkefnum (2014-2020) til að geta sótt um.

Umsóknir er hægt að nálgast á Erasmus+ torginu.

Login (0)
Efnisorð

Login or Sign up to join the conversation.

Langar þig að skrifa grein?

Ekki hika við það!

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og byrjaðu að skrifa!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira