European Commission logo
Create an account
Event Details
1 okt
2022

Ullarvikan

Ísland
to

Ullarvika á Suðurlandi 2022 verður haldin 3.-9. október 2021. Miðstöð ullarvikunnar verður í Félagsheimilinu Þingborg í Flóa og megindagskráin fer þar fram. Boðið verður upp á námskeið í handverki og fengnir til þess kennarar frá m.a. Íslandi, Skotlandi, Noregi og Bandaríkjunum.

Þeir sem standa að Ullarvikunni eru Spunasystur sem er hópur kvenna í Rangárvallasýslu og hafa það að markmiði að breiða út þekkingu á þeim möguleikum sem íslenska ullin hefur upp á að bjóða. Þingborgarkonur koma einnig að verkefninu en á Þingborg er rekin verslun með ullarvarning hverskonar. Þá tekur Uppspuni, spunaverksmiðja þátt í skipulagi og framkvæmd á UIlarvikunni, en Uppspuni er fyrsta smáspunaverksmiðjan á Íslandi. 

Dagskrá Ullarvikunnar er þéttskipuð ýmissa námskeiða, fyrirlestra, sýningar og uppákoma sem öll hafa það sameiginlegt að fjalla um íslensku ullina á einn eða annan hátt.

Boðið verður upp á námskeið af ýmsu tagi, m.a. í prjóni, hekli, spuna, litasamsetningum í prjóni, jurtalitun, þæfingu, gerð uppskrifta og fleira.

Hér má finna dagskrá vikunnar!

Hér má skrá sig á hin fjölmörgu námskeið vikunnar!

Event Details
Staða
As planned
Vefsvæði viðburðar
Organiser type
Other event
Markhópur
Adult learning networks & organisations
Þátttökugjald
Off

Login or Sign up to join the conversation.

Langar þig að skipuleggja viðburð?

Ekki hika við það! Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og settu inn tillögu.

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira