chevron-down chevron-left chevron-right chevron-up home circle comment double-caret-left double-caret-right like like2 twitter epale-arrow-up text-bubble cloud stop caret-down caret-up caret-left caret-right file-text

EPALE

Elektroniczna platforma na rzecz uczenia się dorosłych w Europie

 
 

Newsroom

Íslenskunám í heimabyggð

04/11/2016
Tungumál: IS

Austurbrú og Vinnumarkaðsráð Austurlands gerðu nýverið samkomulag um íslenskukennslu fyrir útlendinga.  Farin verður nýstárleg leið við kennsluna og byggir hún á því að atvinnuleitendur geta stundað sitt íslenskunám í heimabyggð með aðstoð mentora/leiðbeinenda á hverjum stað. 

Austubrú tekur að sér að útbúa námsefni, sem bæði er á bók og vef, auk stuðningsefnis, hljóð og mynd, sem atvinnuleitendur nota með aðstoð mentora/leiðbeinandi.  Að auki verður Austurbrú stuðningsaðili mentora og leggur þeim til verkfæri til kennslunnar. Það er von beggja aðila að þetta fyrirkomulag íslenskukennslunnar nái enn betur til fólks og geti tengt það út í samfélagið. 

„Tungumálakennsla er lífsnauðsynleg og mikilvægt samfélagslegt verkefni að bæta aðgengi að henni,“ segir Haraldur Geir Eðvaldsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú. „Mállausir atvinnuleitendur eru oft í erfiðleikum að finna og fá vinnu við hæfi,” segir hann. Vinnan við námsefnið er þegar hafin og mun henni ljúka á vordögum og verður tilbúið til notkunar í haust. Haraldur segir þessa vinnu hafna af gefnu tilefni:

„Fólk er dreift um allan fjórðung og þá hefur okkur reynst erfitt að hafa nægilega marga í hópnum en vegna samninga við Rannís, sem fjármagna þetta nám, ber okkur að hafa lágmarksþátttöku, yfirleitt um tólf manns. Með því að bjóða fólki að stunda námið í sinni heimabyggð með aðstoð verður vonandi auðveldara að koma náminu á koppinn,” segir Haraldur Geir Eðvaldsson.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Geir Eðvaldsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú, í síma 470 3809 // haraldur@austurbru.is

 

Share on Facebook Share on Twitter Epale SoundCloud Share on LinkedIn