Skip to main content
News
Fréttir

ICT for teaching and learning - námskeið í Valencia

Mannauðsdeild Akureyrarbæjar sótti námskeið í Valencia sem bar nafnið ICT for teaching and learning. Markmiðið var að læra nýjar aðferðir til að miðla fræðslu og hvernig hægt sé að nota tæknina til þess að koma fræðslu á framfæri til starfsmanna og stjórnenda.

Ýmsar leiðir eru til í miðlun fræðslu og hefur töluverð þróun átt sér stað síðustu ár hjá Akureyrarbæ. Aukning hefur verið á rafrænni fræðslu og meiri eftirspurn er eftir því að fá fræðslu og leiðbeiningar beint í tölvuna hjá sér þegar það hentar hverjum og einum.

Á námskeiðinu var farið yfir tæki og tól sem nýtast við fræðslu en meðal þess sem við tókum sérstaklega með okkur var hvernig við getum nýtt okkur að taka upp tölvuskjáinn ásamt því að vera sjálf í mynd með því að bæta við möguleika í google chrome vafranum. Hægt er að skoða þennan möguleika inn á screencastify.com. Einnig er hægt að fara leiðir í að taka upp skjáinn hjá sér og birta það á rauntíma og er það inn á síðu sem heitir Explain everything. Þessa möguleika sjáum við fram á að geta nýtt okkur mikið í okkar vinnu, bæði til að miðla fræðslu og einnig leiðbeiningum á kerfum.

Einnig var okkur sýnt á kerfi sem þjóna meira þeim tilgangi að skipuleggja fræðslur eða verkefni og má þar helst nefna padlet.com og önnur skipulagstól.

Við mælum hiklaust með því að sækja um styrki hjá Erasmus + því öll símenntun og starfsþróun er mikilvæg og eflir starfsmenn í þá átt að verða betri starfsmenn. Ekki síður er mikilvægt fyrir starfsfólk að fá tækifæri til þess að taka þátt í svona verkefni saman, eflir tengsl og starfsánægju þátttakenda.

Login (0)

Login or Sign up to join the conversation.

Langar þig að skrifa grein?

Ekki hika við það!

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og byrjaðu að skrifa!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira