European Commission logo
Innskráning Búa til notendanafn
Hægt er að velja fleiri leitarorð með því að nota kommu á milli orða

EPALE - Electronic Platform for Adult Learning in Europe

Fréttir

Fréttaskot EPALE - Fullorðinsfræðsla verður alþjóðlegri

TreeImage.
Jóhann Páll Ástvaldsson

Fréttaskot EPALE (e. EPALE Newscast) í nóvembermánuði fjallar um fullorðinsfræðslu og hvernig hún verður enn alþjóðlegri. Fréttaskotið er sýnt beint á YouTube og mun hefjast klukkan 11:00 á íslenskum tíma mánudaginn 6. nóvember.

Nýverið hefur verið komið á tengingu milli EPALE og Lifelong Learning Platform en með samstarfinu verður hægt að bjóða upp á fleiri viðburði og möguleika. Nicolas Jones mun einnig flytja fyrirlestur, en hann er yfir UNESCO Institute for Lifelong Learning. Með þessu tekur EPALE skref út fyrir Evrópu og tengir þátttakendur við fullorðinsfræðslu víðs vegar um heim.

Jones mun ræða alþjóðlegu ráðstefnuna CONFINTEA sem er aðeins á tólf ára fresti. CONFINTEA er ein stærsta fullorðinsfræðsluráðstefna í heimi. Þar koma saman yfir 1,000 lykilaðilar í fullorðinsfræðslu og leggja línurnar á heimsvísu. Síðasta ráðstefna var í Marrakech í Marokkó á síðasta ári.

Hægt er að fylgjast með streyminu í gegnum þessa slóð hér. Auk þess er hér að neðan slóð til að fylgjast með, en hægt er að ýta á „Notify me“-hnappinn og þá fær notandinn áminningu um fréttaskotið næsta mánudag.

Login (0)
Efnisorð

Login or Sign up to join the conversation.