News
Fréttir

Evrópska starfsmenntavikan

Evrópska starfsmenntavikan 9.-13. nóvember 2020 Framúrskarandi starfsmenntun með sjálfbærni og tölvutækni

Evrópska starfsmenntavikan.

Starfsmenntavikan er haldin ár hvert og miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í Starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu. Skólar og aðrar stofnanir sem sinna starfsmenntun og fullorðinsfræðslu fá tækifæri til að kynna hvaðeina sem eykur áhuga á starfsmenntun, hver með sínu lagi. Núna á tímum heimsfaraldurs er áskorun, en kjörið tækifæri að taka þátt í Starfsmenntavikunni og sameinast í kynningu á starfsmenntun og fullorðinsfræðslu hér á landi. Því viljum við hvetja starfsmenntaskóla og aðrar starfsmennta- og fullorðinsfræðslustofnanir til að nýta tækifærið og vekja athygli á þeim möguleikum sem bjóðast varðandi starfsmenntun hér á landi og í Evrópu í Starfsmenntavikunni með því að halda rafrænar kynningar, vefstofur, deila reynslusögum o.fl.

Við hvetjum ykkur til að skrá viðburði svo þeir komist á Evrópukortið. Sjá hlekk hér fyrir neðan.

https://ec.europa.eu/social/vocational-skills-week/events-and-activities_en

Login (1)

Login or Sign up to join the conversation.

Langar þig að skrifa grein?

Ekki hika við það!

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og byrjaðu að skrifa!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira