Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat 19. og 20. maí
Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari fram við margs konar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er verðmætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð hvar þess hefur verið aflað. Ráðstefnan er suðupottur fyrir þróun raunfærnimats og fjallað verður um raunfærnimat í fjölbreyttu samhengi eftir ýmsum leiðum í lífi og starfi.
Ráðstefnur sem þessi eru haldnar á tveggja ára fresti og nú er komið að Reykjavík. Fyrsta var í Rotterdam, önnur í Árósum og þriðja í Berlín.
Þemu ráðstefnunnar eru:
- Raunfærnimat og atvinnulífið
- Raunfærnimat og nám/þjálfun
- Raunfærnimat og félagsleg sjálfbærni
- Raunfærnimat og persónuleg þróun
- Jafnframt verða kynntar nýjar rannsóknir í raunfærnimati.
Leitað verður svara við spurningunni: Hvernig getur raunfærnimat orðið órjúfanlegur hluti framkvæmdar og stefnumörkunar til að styðja við símenntun?
Þátttakendur fá tækifæri til að:
- Hlusta á leiðandi sérfræðinga fjalla um þróun raunfærnimats
- Taka þátt í vinnustofum um árangursrík verkefni og umræðum í kjölfar kynninga
- Hafa áhrif á þróun raunfærnimats og efla tengslanet
Ráðstefnan er í umsjón Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) á Íslandi í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) og CEDEFOP.
Nánari upplýsingar: https://vplbiennale.org/