European Commission logo
Búa til notendanafn
Blog
Blog

Þróun hæfni í almenningssamgöngum í gegnum sýndarveruleika

COMPETENCE + er að þróa námsvettvang fyrir blandað nám til þjálfunar og frekari menntunar fyrir starfsmenn í almenningssamgöngum í Evrópu.

U-Bahn.

Evrópskar borgir reiða sig á almenningssamgöngur og það fólk sem stjórnar þeim á degi hverjum. Almenningssamgöngur munu halda áfram að þróast þar sem fólksfjölgun eykst og kröfur um sjálfbærni verða meiri.

Með þessum vexti verða áskoranir starfsfólks enn meiri og þá kemur "COMPETENCE+: blönduð námleið fyrir hæfni og þróun sem nær fram yfir grunnhæfni starfa“.

Markmið verkefnisins er að móta námsleið þar sem bæði nemendur og starfsfólk almenningssamgangna geta aukið við þekkingu sína á sviði umhverfismála, lausn ágreinings, streitustjórnunar og siðferðislegs hugrekkis. Stefnt er að nota bæði fjar- og staðkennslu. Sérstök áhersla Competence+ er á sýndarveruleika sem gefur nemendum/starfsfólki tækifæri til þess að nýta nýja þekkingu og hæfni þegar í stað. Einnig verður útbúin handbók leiðbeinenda sem vilja sjálfir nota og aðlaga Competence+.

Þverfaglegt samstarf

Frau mit VR-Brille.

Auk almenningssamgöngufyrirtækjanna Reus Mobilitat (Spánn) og Strætó  (Ísland) mun Leipziger Aus- und Weiterbildungsbetriebe (Þýskaland) leggja fram fagþekkingu á almenningssamgöngum í verkefnið á meðan  Wisamar (Þýskaland), DomSpain (Spánn) og StandoutEducation (Kýpur) koma inn með fagþekkingu  á sviði starfsmenntunar. Þverfaglega samstarfið er svo bundið saman af Virsabi (Danmörk), sem leggur fram fagþekkingu á sviði sýndarveruleika.

Markmið og niðurstöður

Langtímamarkmið COMPETENCE+ eru að:

  • Efla þekkingu og færni nema og starfsfólks
  • Auka starfstækifæri
  • Auka vitund almennings á starfsumhverfi starfsfólks almenningssamgangna
  • Styrkja bönd og auka samfélagslegt öryggi með fræðslu og þjálfun
  • Efla evrópska samvinnu

 

Teamwork.

Nú þegar hefur orðið til sameiginlegur hugmyndarammi sem leggur grunninn að komandi verkefnum. Þá hafa samstarfsaðilar verkefnisins komist að niðurstöðu um skilgreiningu hugtaka og námsmarkmiða fyrir þá fjóra meginflokka verkefnisins, þ.e. umhverfismál, lausn ágreinings, streitustjórnun og siðferðilegt hugrekki. Út frá þessu verður námsefnið og framvinda verkefnisins þróuð, bæði vinnustofur og netnám. Rammi verkefnisins verður gerður aðgengilegur fyrir áhugasama aðila á íslensku á vefsíðu verkefnisins.

Verkefnið mun standa frá nóvember 2020 til apríl 2023.

Login (2)

Login or Sign up to join the conversation.

Viltu nota annað tungumál?

Skjalið er einnig til á öðrum tungumálum. Veldu eitt þeirra hér fyrir neðan.
Switch Language

Want to write a blog post ?

Don't hesitate to do so! Click the link below and start posting a new article!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira