European Commission logo
Búa til notendanafn
Blog
Blog

Óformlegt nám, hæfnirammar og raunfærnimat á Norðurlöndunum

Í NOVA verkefninu er lögð áhersla á að skoða tengslin á milli hæfniramma þjóða fyrir vottanir og raunfærnimat á Norðurlöndunum.

Hvernig má gera nám sem fram fer utan formlega skólakerfisins sýnilegt og nýta það bæði í þágu einstaklinga og vinnumarkaðar? Hvaða kerfi og verkfæri eru mikilvæg í þessu skyni? Nefna má tvö verkfæri í því samhengi; innlenda hæfniramma (e. NQF) og raunfærnimat (e. VPL). En hvernig geta þessi verkfæri stutt betur við símenntun og með hvaða leiðum má efla tengingar á milli óformlegs náms, óformlegra vottana, hæfniramma landanna og raunfærnimats?  

Mikilvægt – vegna hvers?                                       

Frá sjónarhóli einstaklingsins skiptir sköpum að fjölbreytt   Diagram

Description automatically generatednám hans sé gert sýnilegt – ekki aðeins formleg námslok. Hvað fullorðið fólk varðar þá á öflun hæfni/færni sér að mjög miklu leyti stað í gegnum óformlegt og formlaust nám. Því er óhentugt fyrir einstaklinga og samfélag að hafa ekki leiðir til að draga fram alla hæfni.

Innan óformlegs náms er stöðug þróun í tengslum við raunfærnimat. En til þess að hægt sé að nýta afrakstur námsins, yfirfæra og bera saman þurfa viðmið að liggja fyrir. Hæfnirammar landanna fyrir vottanir gegna hlutverki slíkra viðmiða, en beiting rammanna við að inngilda óformlegt nám/óformlegar vottanir er mjög mismunandi á milli landa. Í sumum löndum eru hæfnirammarnir frekar opnir, þar sem óformlegar vottanir fá að vera hluti af þeim, þá oft í gegnum formlegt umsóknarferli – á meðan rammar í öðrum löndum gilda aðeins um formlegar vottanir.

Byggt á því hvernig staðan er á Norðurlöndunum, munum við innan NOVA verkefnisins bera saman og greina mismunandi nálganir á þessu sviði í því skyni að afla upplýsinga útfærslur. Við berum meðal annars saman hvaða ferli og verklagsreglur hafa verið innleiddar til að inngilda óformlegt nám og óformlegar vottanir í hæfnirammana. Við berum jafnframt saman viðmiðin sem sett eru fram fyrir inngildingu og á hvern hátt raunfærnimat er tengt við slíkar vottanir.

Verkefnið NOVA NordicNOVA Nordic er fjármagnað af Erasmus+ og nær til þriggja ára. Í verkefninu er lögð áhersla á að skoða tengslin á milli hæfniramma þjóða fyrir vottanir og raunfærnimat á Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar eru Landsskrifstofan fyrir fagháskóla í Svíþjóð (Myh), Fræðslumiðstöð atvinulífsins (FA) á Íslandi og Globedu í Finnlandi.

 Helstu spurningar í NOVA verkefninu eru:

·Hvar og hverjir hanna óformlegar vottanir. Eru þær hluti af hæfniramma í löndunum fyrir vottanir (NQF) og þá hvernig?

·Hvernig tengjast hæfnirammar í löndunum fyrir vottanir og leiðir í raunfærnimati?

·Hvernig eru hæfniviðmið hönnuð og nýtt fyrir þróun vottana og fyrir raunfærnimat?

 Takið frá daginn! 18. maí 2022

Önnur málstofa verkefnisins fer fram í Reykjavík, eftir hádegi þann 18. maí, 2022 – daginn áður en Raunfærnimatstvíæringurinn hefst (4th VPL Biennale). Markmiðið með málstofunni er að miðla þeim niðurstöðum sem komnar eru fram og að gefa hagsmunaaðilum tækifæri til að veita endurgjöf fyrir þá vinnu sem eftir verður við að móta stefnutengd tilmæli.

Þar verða jafnframt kynnt nokkur fyrirmyndardæmi sem aflað hefur verið. Megin markhópur málstofunnar eru hagsmunaaðilar sem tengjast íslenska hæfnirammanum (ISQF) og hæfnirömmum annarra Norðurlandaþjóða. Málstofan er ókeypis.

Ef þú vilt skrá þig nú þegar – hafðu samband (Link: mailto: mia.sandvik@myh.se)

Fylgdu verkefninu NOVA Nordic

Ef þú hefur áhuga á spurningunum sem unnið er með í NOVA getur þú fylgt verkefninu á netinu eða skráð þig til að fá fréttabréf.

·         Heimasíða NOVA nordic

·         Skráning fyrir fréttabréf    

Fyrsta málstofa verkefnisins Óformlegt nám í hæfnirömmum landa (NQF’s) og raunfærnimatsleiðir

 Sjá gögn af fyrstu málstofu (YouTube)

 Sjá kynningar af málstofunni

The importance of including non-formal learning and non-formal qualifications in national qualifications frameworks Koen Nomden, DG EMPL, Team leader "Transparency and Recognition of Skills and Qualifications"Hlaða niður kynningu
Linking validation arrangements and VPL and NQF:s Ernesto Villalba Garcia, Cedefop, ExpertHlaða niður kynningu
NOVA-Nordic: Comparing country approaches Anna Kahlson, MYH, utredare/projektledare Hlaða niður kynningu
Project next step – data collection Anni Karttunen, Globedu, Fjóla María Lárusdóttir ETSC, Anna Kahlson MYHHlaða niður kynningu

  

·         En bild som visar text, tecken

Automatiskt genererad beskrivningNánari upplýsingar um verkefnið og viðfangsefnið má sjá blogg um NOVA á ensku (EPALE)Non-formal learning, qualifications and validation in the Nordic countries | EPALE (europa.eu)

Höfundur: Anni Karttunen, Globedu Finland

Login (0)

Login or Sign up to join the conversation.

Want to write a blog post ?

Don't hesitate to do so! Click the link below and start posting a new article!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira