Blog
Blog

MEDICE – Farandkonur sem ráðgjafar í heilsugæslu

ERASMUS+ verkefnið ‘MEDICE – Farandkonur sem ráðgjafar í heilsugæslu’ styður farandkonur, fullorðins- og tungumálakennara, konur við störf í heilsugæslu, félagsráðgjafa og sjálfboðaliða á Evrópuvettvangi með því að veita úrræði með evrópskri aðkomu og viðhorfum og nýtur góðs af því að verkefnið er fjölþjóðlegt í eðli sínu.

 

Farandfólk um alla Evrópu hefur minna eftirlit með heilsu sinni og er það einkum vegna þess að það skortir þekkingu til að nálgast upplýsingar um heilsufarsmál með auðveldum hætti. Rannsóknir benda til þess að fjöldi farandfólks muni fara vaxandi, einkum vegna loftslagsbreytinga, og að við stöndum frammi fyrir evrópskri áskorun sem krefst samvinnu innan Evrópu til að mæta vaxandi þörfum farandfólks.

ERASMUS+ verkefnið „MEDICE – Farandkonur sem ráðgjafar í heilsugæslu“ styður farandkonur, fullorðins- og tungumálakennara, konur við störf í heilsugæslu, félagsráðgjafa og sjálfboðaliða á Evrópuvettvangi með því að veita úrræði með evrópskri aðkomu og viðhorfum og nýtur góðs af því að verkefnið er fjölþjóðlegt í eðli sínu. 

 

Heilsa flóttafólks og farandfólks

Samkvæmt skýrslunni “Stuðningur við heilsugæslu flóttafólks og farandfólks” (WHO, 2017), eru konur, börn og þar með talin ólögráða börn án fylgdarmanna, og fatlaðir einkum varnarlaus gagnvart heilsuvandamálum. Hjá þessum einstaklingum er meiri hætta á að bæði sjúkdómar sem hægt er að segja frá og aðrir síður miðlanlegir geri vart við sig, og þá einnig geðræn vandamál. Fólksflutningar og uppflosnun á það einnig til að leiða til annarra heilsuvandamála, til dæmis af völdum kynferðisofbeldis og þá einkum gagnvart konum og stúlkum. Þetta er sérlega þýðingarmikið, þar sem konur og stúlkur sem er flóttafólk eða farandfólk eiga í mörgum tilvikum við mismunandi kynferðislega og getnaðarlega örðugleika að etja og eru sérlega varnarlausar gagnvart veikindum og dauða vegna erfiðs aðgangs að kynlífs- og getnaðarheilbrigðisþjónustu.

 

Heilsugæsla: Aðgangur

Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi staðhæfir að "allir hafa rétt til aðgangs að fyrirbyggjandi heilsugæslu og rétt til þess að njóta góðs af læknismeðferð á forsendum staðfestra innlendra laga og starfsvenja". Hinsvegar hefur réttarstaða farandfólks reynst vera helsta hindrun þeirra til að fá aðgang að heilsugæslu og þjónustu, og tjáskipti og menningarmunur helstu tálmarnir í daglegu lífi.

MEDICE-verkefnið greiðir fyrir aðgangi farandkvenna og barna þeirra að heilsugæsluþjónustu í gistilandi þeirra með því að þróa nýbreytileg námsgögn í tungumálum sem tengjast heilsugæslumálum. Þessi gögn verða tiltæk tungumálakennurum í fullorðinsfræðslu og einnig farandfólki til að stunda sjálfsnám. Þá hefur einnig verið útbúinn margmiðla leiðbeinandavísir fyrir kennara í fullorðinsfræðslu til aðstoðar við þjálfun farandkvenna í hlutverki leiðbeinenda um heilsugæslu innan síns samfélags, svo að þær geti veitt upplýsingar til jafningja sinna um heilsugæslukerfi gistilands þeirra og ýtt undir jákvætt viðhorf gagnvart fyrirbyggjandi aðgerðum.

 

Heilsugæsla: Tjáskipti

Veitendur heilsugæsluþjónustu hafa að auki aðgang um verkefnið að nýbreytilegum gögnum til notkunar í tjáskiptum við farandkonur á meðan á læknisskoðun stendur (umsóknir með spurningalista um heilsufarssögu sem þýddur er á 15 tungumál, smáforrit/app fyrir farsíma með rafrænum orðaforða og gagnlegum orðasamböndum). Þessi gögn geta orðið að liði við að vernda þagnarskyldu um upplýsingar sem læknar deila með sjúklingum, þar sem farandfólk treystir iðulega á fjölskyldumeðlimi, vini, og jafnvel börn sín til að túlka. 

 

Samstarfsverkefninu er stýrt af ASTOFAN, sem er stofnun á vegum Akureyrarbæjar á Íslandi, með aðkomu aðila frá Kýpur, Synthesis Center For Research And Education Ltd., frá Tékklandi, Spolek PELICAN, z.s., frá Póllandi, Spoleczna Akademia Nauk, og frá Bretlandi, The Mosaic Art Sound Ltd.  

Þrátt fyrir alla erfiðleika sem upp komu í tengslum við COVID-19 farsóttina á nýliðnum tíma, tókst að halda samstarfinu gangandi og var unnið ötullega að verkefninu. Sér fyrir endann á verkinu innan nokkurra mánuða og munu verðmætar og nákvæmar vörurnar fást ókeypis um gagnabanka verkefnisins á vefnum - Resource Database.

 

 

Um höfundinn

A photo of Teresa Dello Monaco

Teresa Dello Monaco

Með lokapróf í erlendum tungumálum frá Ítalíu og lagði einnig stund á söng og tónlistarfræði. Starfar við kennslu og rannsóknir í tónlist sem vísindi/list.

Hún hefur sem skipuleggjandi alþjóðlegra menningarviðburða starfað með mörgum tónlistarflytjendum, svo sem Fílharmóníuhljómsveitinni, Dietrich Fischer-Dieskau, Daniel Levy, Berlínarkvartettinum, Ars Antiqua de Paris, Imrat Khan og Ravi Shankar.

Hún hefur hannað og komið saman árangursríkum verkefnum um samfélag fyrir alla og tungumálakennslu, aðallega með því að not tónlist sem miðil. Reynsla hennar óx til muna við að hanna nýbreytileg kennslugögn og hefur hún verið frummælandi á alþjóðlegum ráðstefnum um menntun, félagslega aðild, þvermenningarlega þjálfun og nýbreytilegar aðferðir í tungumálakennslu.

 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Að sníða tungumálakennslu að þörfum flóttamanna / Tailoring language learning to meet refugees’ needs (þessi netdagbók/blogg fæst á ensku, þýsku, pólsku, spænsku og frönsku)

Notkun á stafrænni færni til þess að takast á við fordóma og mismunun / Using digital skills to challenge prejudice and discrimination (þessi netdagbók/blogg fæst á ensku)

Fullt af fjölbreytni, ekki nóg jafnræði – hvernig getur ESOL námsefnið hjálpað fólki að bregðast við kynþáttafordómum / Lots of diversity, not enough equality – how can the ESOL curriculum help promote anti-racism? (þessi netdagbók/blogg fæst á ensku, þýsku, spænsku og hollensku)

Evrópsk áætlun um fullorðinskennslu, Bretland 2020: Þátttaka, aðgangur, gæði / European Agenda for Adult Learning, UK 2020: Participation, Access, Quality(þessi netdagbók/blogg fæst á ensku og einstaka færslur hafa verið þýddar á velsku)

Login (12)

Login or Sign up to join the conversation.

Viltu nota annað tungumál?

Skjalið er einnig til á öðrum tungumálum. Veldu eitt þeirra hér fyrir neðan.
Switch Language

Want to write a blog post ?

Don't hesitate to do so! Click the link below and start posting a new article!

Nýjustu umræður

Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Meira

Væntanlegir viðburðir